Skjálftahrina fyrir norðan

Skjálftahrina hófst klukkan 7:20 í gærmorgun norður af Gjögurtá.
Skjálftahrina hófst klukkan 7:20 í gærmorgun norður af Gjögurtá. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftahrina hófst á áttunda tímanum í gærmorgun um 10 km norður af Gjögurtá. Rúmlega 150 skjálftar hafa mælst á svæðinu, allir undir 3 að stærð. Engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Hrinur eru algengar á þessum slóðum.

Jarðskjálftahrinan við Reykjanestá heldur áfram og eru allir skjálftarnir undir 3 að stærð. Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi, en er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. Dregið hefur úr landrisi á svæðinu en enn þá mælist aflögun. Næsti fundur vísindaráðs almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður haldinn á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert