Sló í gegn á loftslagsverkfallinu

Það var mikil stemning á Austurvelli í hádeginu þar sem ungt fólk lét ljós sitt skína á ársafmæli loftslagsverkfallsins. Einn þeirra var hinn 13 ára gamli Jökull Jónsson sem lék frumsamin lög um málefnið við góðar undirtektir. 

Staðfastir unglingar hafa mætt á nánast hverjum föstudegi frá því að verkföllin hófust og í myndskeiðinu er rætt við Emilíu Þorgilsdóttur sem var að mæta í 44. sinn í Loftslagsverkfall á Austurvöll í dag.   

Þá er rætt við skipuleggjendur meðlimi hreyfingarinnar Fridays for Future sem stendur fyrir viðburðunum en skólaverkföllin hafa verið haldin í 120 löndum á 2200 stöðum. Þá er sýnt frá tónlistaratriði Jökuls sem hefur ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en faðir hans er Jón Ólafsson tónlistarmaður og móðir hans er Hildur Vala Einarsdóttir söngkona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert