Sorpið safnast upp í tunnum íbúanna

Heimilissorp safnast nú fyrir í tunnum borgarbúa vegna verkfallsins.
Heimilissorp safnast nú fyrir í tunnum borgarbúa vegna verkfallsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki höfðu borist margar kvartanir í gær vegna skorts á sorphirðu í Reykjavík, að sögn Sigríðar Ólafsdóttur, rekstrarstjóra sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. Sorp er ekki hirt vegna verkfalls Eflingar.

„Við lögðum áherslu á að taka almennt heimilissorp fyrir verkfall. Það er viðkvæm vara en við létum pappír og plast sitja svolítið á hakanum,“ sagði Sigríður. Auk verkfalla hafði óveður einnig áhrif á sorphirðuna. Sigríður sagði að unnið hefði verið á laugardag og sunnudag og náðst að klára að hirða heimilissorp samkvæmt sorphirðudagatalinu.

Hirða hefði átt almennt heimilissorp austan Elliðaáa í þessari viku. Það er venjulega gert á 14 daga fresti. Nú er komið á þriðju viku síðan þar var hreinsað. Um 50 félagsmenn Eflingar vinna við sorphirðuna auk eins sem lagar sorptunnur o.fl. Sigríður segir að eftir því sem verkfallið dregst lengur þyngist róðurinn hjá sorphirðunni þegar því lýkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert