Verkfall truflar kennslu í skólum

Réttarholtsskóli. Kennsla féll niður í gær og í dag vegna …
Réttarholtsskóli. Kennsla féll niður í gær og í dag vegna verkfalls Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

Nemendur 8. og 9. bekkjar Réttarholtsskóla eru boðaðir á fundi í skólanum kl. 10 og 11 í dag. Þar munu umsjónarkennarar kynna hvernig fyrirkomulag kennslu verður. Stefnt er að því að halda fund með foreldrum eftir helgina og fara yfir stöðuna.

Stefnt er að því að 10. bekk verði kennt í næstu viku þótt verkfalli Eflingar verði ekki lokið, að sögn Lindu Heiðarsdóttur aðstoðarskólastjóra. Kennsla þar féll niður í gær vegna verkfallsins og átti einnig að falla niður í dag yrði ekki samið. Sex félagsmenn Eflingar sjá um ræstingu skólans og eru í verkfalli.

Réttarholtsskóli er unglingaskóli með um 400 nemendur í 8.-10. bekk. Stefnt er að því að 10. bekkur fái kennslu frá mánudegi til og með miðvikudags í næstu viku. Einnig er í skoðun að kenna 9. bekk á fimmtudag og verður áherslan á greinar sem prófað er úr á samræmdum prófum. Reynt verður að hafa tvo ganga opna þar sem skólastjóri mun þrífa salerni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert