Átta atvik rannsökuð sem flugslys í fyrra

Frá rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvangi flugslyss í Skálafelli í …
Frá rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvangi flugslyss í Skálafelli í september í fyrra. mbl.is/​Hari

Alls bárust 3.619 tilkynningar um atvik og slys til flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa á síðasta ári. Er þar um að ræða svokölluð flugatvik, alvarleg flugatvik og flugslys.

Tilkynningum sem þessum hefur fjölgað mjög hin síðari ár og eru sex sinnum fleiri en árið 2007 sem var fyrsta árið eftir að ný reglugerð um aukna tilkynningarskyldu tók gildi.

Þetta kemur fram í yfirliti yfir starfsemi flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa á síðasta ári sem gefið var út nýverið. Í yfirlitinu er rakið að stundum berist fleiri en ein tilkynning um atvik. Þá er þess getið að aukinn fjöldi tilkynninga þýði ekki endilega að minna öryggi sé í flugi heldur frekar að fólk sé duglegra að senda inn tilkynningar ásamt því að flugumferð hafi aukist.

Í yfirlitinu kemur fram að RNSA hafi skoðað 48 mál af þeim sem tilkynnt voru og skráð 23 þeirra sem alvarleg flugatvik eða flugslys og tekið til formlegrar rannsóknar. Langan tíma getur tekið að rannsaka flugslys og því var einnig unnið að rannsókn eldri mála í fyrra. Alls var 42 málum lokað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert