Bíó undir Arnarhóli

Inngangur í Ingólfsbíó frá Lækjargötu.
Inngangur í Ingólfsbíó frá Lækjargötu.

Eftir að hafa lesið og séð fréttir um rekstrarvanda Bíós Paradísar á dögunum seildist Sigurður Gústafsson arkitekt niður í skúffu og dustaði rykið af gamalli hugmynd sinni; kvikmyndahúsi undir Arnarhóli. „Þetta hreyfði við mér; það sárvantar miðstöð fyrir þetta vinsæla listform, kvikmyndirnar, hér á landi,“ segir hann.

Að sögn Sigurðar eru arkitektar sífellt að leita að nýjum tækifærum og nýjum stöðum til að byggja á – og Arnarhóll sé slíkur staður. Að vissu leyti heilagur í hugum fólks, en þó ekki óumbreytanlegur. Hóllinn hafi breyst töluvert í tímans rás, t.d. bæði þegar Seðlabankinn var byggður og þegar núverandi stígar voru lagðir.

Séð yfir Arnarhól að inngangi Ingólfsbíós.
Séð yfir Arnarhól að inngangi Ingólfsbíós.


„Það er þó ekki yfirborð hólsins sem vekur mestan áhuga, heldur það sem leynist undir honum, ónýtt tækifæri, myrkrið. Myrkrið er eins og óskrifað blað. Ef það er lýst upp myndast rými, og form og myndir verða sýnileg. Bíómyndin er af sama toga spunnin, þar sem ljósið kallar fram myndir með hreyfingu og tíma,“ segir Sigurður.

Nú þegar tónlistarhús í miðbænum er orðið að veruleika má að áliti Sigurðar spyrja: Hvað með þá birtingarmynd menningar okkar sem er einna vinsælust, kvikmyndina? Nýtt kvikmyndahús í miðbænum kalli ekki á aðgerðir í tengslum við umferð og bílastæði, það myndi nýta þau mannvirki sem þegar eru fyrir hendi sem annars væru vannýtt á þeim tímum sem kvikmyndahús starfa.

Frá einum af stóru sölunum í Ingólfsbíói.
Frá einum af stóru sölunum í Ingólfsbíói.


Hugmyndin um bíó undir Arnarhóli er ekki ný af nálinni. Árið 1990 vann Sigurður á sænskri arkitektastofu og fékk það verkefni að teikna stórt 24 sala kvikmyndahús, sem átti að vera undir Götaplatsen, helsta torgi Gautaborgar. Af ýmsum ástæðum varð verkefnið ekki að veruleika. Fimmtán árum síðar komst þó aftur hreyfing á málið og hann var fenginn til að yfirfara teikningar af nýju fjórtán sala kvikmyndahúsi á öðrum stað. „En í þessu húsi, sem síðan var byggt, er upphaflega hugmyndin því miður að miklu leyti horfin,“ segir hann.

Sigurður Gústafsson arkitekt.
Sigurður Gústafsson arkitekt. Friðrik Tryggvason


Nánar er fjallað um hugmyndina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »