Harður árekstur við Kirkjusand

Það fór betur en á horfðist í fyrstu og ekki …
Það fór betur en á horfðist í fyrstu og ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús. Mynd úr safni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Loka þurfti fyrir umferð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar við Kirkjusand í kvöld eftir harðan árekstur tveggja bíla á níunda tímanum í kvöld.

Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt en að lokum þurfti ekki að flytja neinn á sjúkrahús. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Opnað hefur verið fyrir umferð á nýjan leik og er vinnu á vettvangi lokið.

mbl.is