Heppinn Lottóspilari fær 7,8 milljónir

Einn stálheppinn áskrifandi var einn með 5 réttar tölur í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 7,8 milljónir króna í sinn hlut. Sá heppni var með miðann í áskrift.

Þrír skiptu svo með sér öðrum vinning sem hljóðaði upp á 114 þúsund krónur á mann. Tveir miðanna voru í áskrift en sá þriðji var keyptur í Kvikk við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift og sá þriðji var keyptur í Lottó-appinu.

mbl.is