„Í gær hittist fólk, faðmaðist og grét“

Kári segir að vélsmiðjan í Kópavogi hafi verið hjarta Hamars.
Kári segir að vélsmiðjan í Kópavogi hafi verið hjarta Hamars. Ljósmynd/Aðsend

„Húsnæðið er mikið skemmt og tjónið er gríðarlegt. En það á eftir að fá sérfræðinga til að meta umfangið,“ segir Kári Pálsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Hamars í Kópavogi, í samtali við mbl.is. Eldur kviknaði í húsnæði fyrirtækisins aðfaranótt föstudags sem eyðilagði mikið.

„En við erum á fullri ferð að flytja í nýtt hús og ætlum að opna smiðju á mánudaginn. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ bætir Kári við. Hann segir að töluverður hluti af búnaði vélsmiðjunnar hafi sloppið en ljóst sé að tjón á vélum og tækjum sé engu að síður mikið.

Miklar reykskemmdir urðu vegna eldsins.
Miklar reykskemmdir urðu vegna eldsins. Ljósmynd/Aðsend

Settum undir okkur hausinn

Starfsmenn Hamars í Kópavogi hafa undanfarin sólarhring unnið að því að hreinsa vélar og gera klárar fyrir opnun á nýjum stað á mánudag. „Í gær hittist fólk, faðmaðist og grét. Svo settum við bara undir okkur hausinn, náðum í annað húsnæði og erum að setja í nýja smiðju sem opnar á mánudaginn,“ segir Kári.

Starfsemi vélsmiðjunnar færist ekki langa vegalengd því að fyrirtækið fékk inni í húsnæði Rafnar ehf. sem er staðsett hinum megin við götuna í Vesturvör. Kári segir að starfsfólk vélsmiðjunnar eigi ótrúlegt fólk í kringum sig og þakkar öllum mikið fyrir stuðninginn, sér í lagi Össuri Kristinssyni, eiganda Rafnar.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert