Velti bíl inn í garð

Þegar viðbragðsaðila bar að var maðurinn kominn út úr bílnum.
Þegar viðbragðsaðila bar að var maðurinn kominn út úr bílnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bíll valt um klukkan 16 í dag við Suðurbraut í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn svo að segja inn í nærliggjandi garð.

Þegar slökkvilið bar að var bílstjórinn kominn út úr bílnum og virtist ekki hafa slasast alvarlega en var engu að síður fluttur á slysadeild til athugunar. 

mbl.is