Vetrarbrautin opnar á Hellu

Vetrarbrautin. Norðurljósagangurinn í Stractahótelinu hefur verið opnaður.
Vetrarbrautin. Norðurljósagangurinn í Stractahótelinu hefur verið opnaður. Ljósmynd/Aðsend

Nýr glergangur sem byggður hefur verið á milli gistiálma Stracta-hótelsins á Hellu verður jafnframt notaður til norðurljósaskoðunar. Gangurinn var opnaður í gær og hlaut nafnið Vetrarbrautin.

Gangurinn tengir tvo syðstu herbergisgangana við aðalbyggingu hótelsins. Mun gangurinn auka þjónustu við gesti hótelsins, segir í tilkynningu.

Hugmyndin með vetrarbrautinni er að gestir hótelsins geti setið undir stjörnubjörtum himni og notið norðurljósanna innandyra. Einnig verður hægt að njóta kvöldhressingar, setjast til borðs með snarl eða tylla sér á gluggasyllur í ganginum en þær eru hannaðar sem setbekkir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »