Dimm él með lélegu skyggni

Él fylgja vestanáttinni og verða sum þeirra dimm með lélegu …
Él fylgja vestanáttinni og verða sum þeirra dimm með lélegu skyggni. mbl.is/Kristinn Magnússon

987 mb lægð er nú stödd á Grænlandssundi og gengur í strekkingsvestanátt sökum hennar fyrir hádegi í dag.

Él fylgja vestanáttinni og verða sum þeirra dimm með lélegu skyggni. Úrkomulítið austan til á landinu, en síðdegis verður vindur heldur suðlægari og má þá einnig búast við éljum á Suðausturlandi. Frost víða 1 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Sunnan- og suðvestanátt á morgun og áfram éljagangur sunnan og vestan til en lægir annað kvöld og kólnar. Á þriðjudag snýst í norðlæga átt með snjókomu eða éljum um norðanvert landið en léttir til syðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en skýjað og þurrt norðaustan til. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.

Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, en stöku él með austurströndinni. Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma á Vestfjörðum. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan- og norðaustanátt og él, lengst af léttskýjað sunnan til á landinu. Áfram talsvert frost um allt land.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum norðan til á landinu, annars þurrt. Kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert