Lokað í Bláfjöllum vegna veðurs

Dimm og grimm él í Bláfjöllum.
Dimm og grimm él í Bláfjöllum.

Ákveðið hefur verið að hafa lokað á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag vegna veðurs, en á vef skíðasvæðanna segir að þar sé einfaldlega orðið of hvasst og élin of dimm og grimm.

Skíða- og brettafólk þarf þó ekki að örvænta, því opið verður í Skálafelli. Þar er alskýjað, 4,5 stiga frost og vestan 8 til 10 metrar á sekúndu og snjókoma, en blása á meira þegar líður á daginn.

Færið í troðnum brekkum er hart og utan við troðnar brekkur er enginn snjór og þrátt fyrir að allt sé hvítt er stutt í grjót. Er því beint til fólks að fara varlega.

Þá er opið í Hlíðarfjalli frá 10 til 16 í dag. Þar eru 5 m/s og 5 stiga frost, en hvessir þegar líður á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert