Valt á Vínlandsleið

Lögreglumenn og slökkviliðsmaður á slysstaðnum.
Lögreglumenn og slökkviliðsmaður á slysstaðnum. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Bíll rann út af veginum við hringtorg á Vínlandsleið og valt á hliðina um sexleytið í dag. Tveir voru í bílnum og var annar fluttur á slysadeild.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kvartaði sá sem slasaðist yfir eymslum í baki.

Verið er að bíða eftir að bíllinn verði dreginn í burtu en ekki virðist sem olíuleki hafi orðið.

Frá slysstaðnum á Vínlandsleið.
Frá slysstaðnum á Vínlandsleið. Ljósmynd/Andri Hrafn
mbl.is