Troðfullar tunnur í miðborginni

mbl.is/Hallur Már

Verkfall sorphirðufólks í Eflingu er farið að setja svip sinn á miðborgina þar sem flestar ruslatunnur eru yfirfullar af rusli eftir helgina. Rekstraraðilar eru sumir hverjir farnir að hreinsa mesta ruslið sem af þessu hlýst í grennd við fyrirtæki sín. 

Það þarf ekki að ganga lengi í miðbænum tll að finna ruslatunnu sem farið er að flæða upp úr og má reikna með að óþrifnaðurinn verði meiri eftir því sem líður á verkfallið en nú er liðin vika frá því ótímabundið verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar hjá borginni hófst.

mbl.is/Hallur Már
mbl.is/Hallur Már
mbl.is/Hallur Már
mbl.is/Hallur Már
mbl.is/Hallur Már
mbl.is