Enginn fluttur á sjúkrahús

Slökkviliðsmenn vinna nú að því að tryggja að olía renni …
Slökkviliðsmenn vinna nú að því að tryggja að olía renni ekki úr rútunni ofan í jarðveginn. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki reyndist þörf á að flytja neinn þeirra, sem voru um borð í rútunni sem valt á Þingvallavegi, í morgun á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Fólkið var allt flutt í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og meiðsli þeirra sem á annað borð kenndu sér meins voru minni háttar.

Slökkviliðsmenn voru enn að störfum á staðnum laust fyrir kl. 13, en vart hefur orðið við olíuleka úr rútunni og unnið er að því að tryggja að olía leki ekki ofan í jarðveginn. Slysið átti sér stað vestan við Þingvallavatn, innan vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert