Fljótsheiði lokuð

Fljótsheiði. Mynd úr safni.
Fljótsheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Fljótsheiði er lokuð eins og er vegna flutningabifreiðar sem þverar veginn, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Vegfarendum er bent á að halda kyrru fyrir í Reykjadal eða á Fosshóli.

Þeim sem þurfa að komast leiðar sinnar er bent á að fara yfir Skjálfandafljótsbrúna við Ófeigsstaði.

Uppfært kl. 20.30: Búið er að opna veginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert