Grænt ljós á hótel fyrir 203 gesti og 20 einbýlishús

Svínhólar. Til stendur að reisa blöndu af íbúðum og hótelherbergjum …
Svínhólar. Til stendur að reisa blöndu af íbúðum og hótelherbergjum í Lóni. Heilsulind verður á svæðinu.

Skipulagsstofnun hefur tekið þá ákvörðun að fyrirhugað hótel og íbúðauppbygging í landi Svínhóla í Össurárdal í Lóni, sem er skammt norðan við Höfn í Hornafirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fram kemur þó í niðurstöðu Skipulagsstofnunar að starfsemin muni hafa ýmis áhrif og telur hún rétt að binda leyfisveitingar ýmsum skilyrðum sem fjallað er um í greinargerð.

Það er Alfaland Hotel ehf. sem stendur að verkefninu, en eins og fram hefur komið hafa Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, og Áslaug Magnúsdóttir, athafnakona í New York, kynnt þessi áform um uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu að undanförnu, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Í greinargerð er uppbyggingaráformunum lýst. Til stendur að reisa blöndu af íbúðum og hótelherbergjum í landi Svínhóla og ráðgert er að reisa heilsulind á svæðinu. Hótelið geti hýst allt að 203 gesti í aðalbyggingu og stökum smáhýsum en á svæðinu verði einnig 20 einbýlishús. Hefur verið samið við hótelkeðjuna Six Senses Hotels Resorts Spas um rekstur á hótelinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert