Heldur að herðast á málinu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi vegna bráðamóttöku á Landspítalanum í …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi vegna bráðamóttöku á Landspítalanum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kórónuveirufaraldurinn var til umræðu á fundi ríkisstjórnar Íslands í morgun, þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fyrir minnisblað frá sóttvarnalækni. Hún segir íslenskt heilbrigðiskerfi vel í stakk búið til þess að takast á við það, berist veiran hingað til lands.

„Það er komin upp ný staða þegar það er komin svona mikil útbreiðsla, þótt það sé á takmörkuðu svæði, í Evrópu, og það gefur tilefni til þess að ætla að það sé heldur að herðast á málinu,“ sagði Svandís í samtali við mbl.is.

Undirbúningur eins og best verður á kosið

Minnisblaðið sem Svandís lagði fyrir ríkisstjórnina var unnið í gærkvöldi og snemma í morgun, en í því var einkum fjallað um stöðuna á Norður-Ítalíu. Fregnir bárust hins vegar af því í morgun að sjö Íslendingar væru meðal um þúsund hótelgesta sem sæta sóttkví á hóteli á Tenerife.

„Nýrri upplýsingar höfum við ekki enn þá,“ sagði Svandís, en yfirvöld væru vel undirbúin. „Íslenska heilbrigðiskerfið er náttúrulega á alþjóðamælikvarða gríðarlega sterkt og við höfum haft töluverðan tíma til að undirbúa okkur og þetta er allt eins og best verður á kosið.“

mbl.is

Kórónuveiran

2. apríl 2020 kl. 13:39
1319
hafa
smitast
270
hafa
náð sér
41
liggja á
spítala
4
eru
látnir