Íbúar læsi hurðum vegna grunsamlegra mannaferða

Lögreglan á Suðurnesjum biður íbúa í Reykjanesbæ að tilkynna til Neyðarlínunnar verði þeir varir við grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Þá eru íbúar sérstaklega hvattir til þess að læsa öllum hurðum, bifreiðum og geymslum.

Er það vegna aðila sem hefur verið að fara inn í heimahús og bílskúra á svæðinu. Þá eru þeir sem eru með eftirlitsmyndavélakerfi við hús sín beðnir að renna í gegnum efnið og kanna hvort þar sé eitthvað sem geti hjálpað lögreglu við leitina.

Þá birtir lögregla mynd af aðilanum sem hefur verið að fara inn í hús og bílskúra.

mbl.is