Íslendingar á Tenerife láti vita af sér

Lögregla stendur vörð um hótelið og gætir þess að enginn …
Lögregla stendur vörð um hótelið og gætir þess að enginn fari þar inn eða út. Ljósmynd/Jón Sigurðsson

Mikilvægt er að þeir Íslendingar sem eru staddir á Tenerife, þar sem staðfest tilfelli af kórónuveirunni kom upp í gær, fylgi leiðbeiningum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Þetta á sérstaklega við um þá sem staddir eru á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Adeje-ströndinni, þar sem smitaði einstaklingurinn dvaldi síðustu vikuna.

Þá er einnig skynsamlegt að þessir einstaklingar tilkynni sig til borgaraþjónustunnar og láti vita af sér. Þetta segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við mbl.is.

Hann segir mjög lítið vitað um þetta einstaka tilfelli sem nú er komið upp á Tenerife, en fylgst verður vel með framvindu mála á Tenerife í dag.

„Það er alls ekki óvænt, þannig séð, að það komi upp staðfest smit á Tenerife. Það eru þessir staðir sem er mjög mikil þéttni fólks sem kemur hvaðanæva að. Það er ekki óvænt að þarna komi upp smit. Núna erum við á ákveðnu byrjunarstigi með þetta Tenerife-mál og þurfum að sjá hvernig því vindur fram. Við erum að fylgjast með þessu og munum gera það mjög aktíft í dag,“ segir Kjartan Hreinn.

H10 Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife. Mikilvægt er að fólk …
H10 Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife. Mikilvægt er að fólk fylgi fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife. Skjáskot af Bookings
mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir