Kynna breikkun Vesturlandsvegar

Umferð á Vesturlandsvegi.
Umferð á Vesturlandsvegi. mbl.is/Hallur Már

Skipulagsstofnun er að hefja kynningu á frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á 9 kílómetra kafla á Kjalarnesi, milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar.

Verkfræðistofan Efla vann skýrsluna fyrir Vegagerðina og var henni skilað inn til Skipulagsstofnunar 21. janúar sl. Efla vinnur einnig að frumhönnun vegarins ásamt Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur boðað til opins húss í Klébergsskóla á Kjalarnesi fimmtudaginn 27. febrúar milli kl. 16 og 18, þar sem frummatsskýrslan verður kynnt. Gefst gestum tækifæri til að spyrja út í hana og væntanlegar framkvæmdir. Fulltrúar Vegagerðarinnar verða á staðnum. Boðið verður upp á kaffiveitingar

Tilgangur frummatsskýrslu er að leggja mat á umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar og að veita almenningi, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að mynda sér skoðun á efnistökum umhverfismatsins og koma athugasemdum á framfæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert