Land hefur risið við Kröflu

Kröflluvirkjun.
Kröflluvirkjun.

Land hefur risið um 2-3 sentímetra við Kröflu síðustu 18 mánuði. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að líkleg skýring sé örlítið kvikuinnstreymi.

Vöktun hafi verið aukin á svæðinu og Almannavörnum verið gert viðvart. Samanborið við Reykjanesið, þar sem land reis um nálægt fimm sentímetrum á skömmum tíma, séu þetta litlar breytingar sem hafi orðið við Kröflu.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort landrisið hafi aukið líkur á eldgosi á svæðinu segir Freysteinn að svo þurfi ekki að vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert