Skora á stjórnvöld að skipa nýtt transteymi

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, veitti undirskriftalistanum viðtöku í morgun.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, veitti undirskriftalistanum viðtöku í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forstjóra Landspítala, landlækni og heilbrigðisráðherra var í dag afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á stjórnvöld að sjá til þess að fjármagn og mannafl sé til staðar til þess að sinna þjónustu við transbörn og -unglinga samkvæmt nýjum lögum um kynrænt sjálfræði.

Foreldrum transbarna barst í byrjun þessa árs tölvupóstur frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um að teymi sem hélt utan um þjónustu við transbörn, sem yfirleitt er kallað transteymið í daglegu tali, hefði verið lagt niður, og að transbörnin fengju þess í stað þjónustu á göngudeild BUGL.

Slíkar fregnir ollu vitaskuld miklum kvíða og óvissu meðal foreldra og barna þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Mikið af þeim börnum sem eru nú í þjónustu á viðkvæmu stigi í sínum þroska og kynþroski að bresta á, sem veldur mikilli angist og vanlíðan,“ segir í tilkynningu Samtakanna 78 vegna undirskriftasöfnunarinnar.

Þar segir jafnframt að ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 kveði skýrt á um að forstjóra Landspítala beri að skipta fólk í transteymi.

Það voru Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 sem stóðu að undirskriftasöfnuninni og segir Birna Björg Guðmundsdóttir, ein stofnenda Trans Vina, að þau hafi fengið góðar móttökur við afhendingu undirskriftalistans. Þegar undirskriftalistinn var afhentur í morgun voru á honum 3.369 undirskriftir, en enn er hægt að skrifa undir á vef Samtakanna 78.

Frá afhendingu undirskriftalistans á Landspítalans í morgun.
Frá afhendingu undirskriftalistans á Landspítalans í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert