Vegalokanir og þungfært á Vestfjörðum

Færðin er ekki góð á Vestfjörðum.
Færðin er ekki góð á Vestfjörðum. Ljósmynd/Vegagerðin

Vetraraðstæður eru í öllum landshlutum og snjókoma, él og skafrenningur um norðanvert landið og sums staðar versnandi akstursskilyrði. Vegum á Vestfjörðum hefur verið lokað vegna veðurs.

Illfært er víða á Vestfjörðum og til að mynda væri ómögulegt að komast akandi frá Hólmavík til Ísafjarðar eða suður yfir heiðar. Bæði Steingrímsfjarðarheiði og vegurinn um Þröskulda eru lokaðir vegna veðurs.

Auk þess er vegurinn um Gemlufallsheiði ófær og sama má segja um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Þungfært er um suðurfirðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert