Allt að 68% verðmunur á áfengi

Í stærstu vínbúð landsins, Heiðrúnu.
Í stærstu vínbúð landsins, Heiðrúnu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Allt að 68% verðmunur er á vinsælum tegundum áfengis í Vínbúðunum og verslun Costco.

Verð var kannað á nokkrum þekktum tegundum sem fást í báðum verslunum og reyndist mesti verðmunurinn vera á 12 ára gömlu Chivas Regal viskíi sem kostar ríflega 11 þúsund krónur hjá ÁTVR en 6.660 krónur í Costco.

Kassi af Stella Artois-bjór er 61,7% dýrari í Vínbúðunum en í Costco. Í dag geta aðeins þeir sem eru með vínveitinga- eða víninnflutningsleyfi keypt áfengi í Costco en nái frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi fram að ganga gæti það breyst, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »