Ólíklegt að verði langvarandi

Sóttvarnalæknir ræður ferðamönnum frá ónauðsynlegum ferðum til Kína og ítölsku …
Sóttvarnalæknir ræður ferðamönnum frá ónauðsynlegum ferðum til Kína og ítölsku héraðanna Lombardia, Veneto, Emilia-Romagna og Piedmont. AFP

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að efnahagsleg áhrif af útbreiðslu kórónuveirunnar séu aðallega vegna sóttvarnaaðgerða sem gripið er til. Hann telur líklegast að um skammtímaástand sé að ræða, þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir því í dag hver útbreiðslan verði.

„Áhrifin af þessum vírus eru fyrst og fremst af sóttvarnarráðstöfunum sem hafa verið gerðar eins og við sjáum til dæmis á Ítalíu núna. Það hefur náttúrlega töluverð efnahagsleg áhrif þegar er verið að loka af hús og heilu borgirnar,“ segir Ásgeir í Morgunblaðinu í dag.

Hafa fyrirvara vegna óvissu

„Það er mjög sérstakt við þennan vírus að sumir virðast ekki finna nein einkenni en það er aðallega fólk sem er eldra en 75 ára eða fólk sem er veikt fyrir sem deyr af völdum hans,“ sagði hann. ,,En mér finnst mjög líklegt að þetta verði ekki neitt langvarandi, heldur muni standa yfir í einhverja mánuði,“ bætir hann við.

Í erlendum fjölmiðlum er fjallað um að útbreiðsla veirunnar gæti haft veruleg áhrif á ferðalög um heiminn og ferðaþjónustu og CNBC-sjónvarpsstöðin hafði í gær eftir fjármálaráðherra Frakklands að þar í landi blasti við 30-40% samdráttur í ferðaþjónustu, en 14 hafa greinst með sýkingar í Frakklandi af völdum COVID-19 veirunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »