Stór fyrsti vinningur gekk ekki út

Lottó.
Lottó.

986 millj­ón­irn­ar sem voru í pott­in­um í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins gengu ekki út. Lukku­dís­irn­ar virðast hafa verið fjarri góðu gamni þar sem hvorki ann­ar né hinn al­ís­lenski þriðji vinn­ing­ur gengu út þessa vik­una held­ur. All­ir pott­arn­ir þrír verða því veg­leg­ir í næstu viku. 

Fimm voru með fjór­ar rétt­ar töl­ur í réttri röð í Jókern­um og hlýt­ur hver þeirra 100 þúsund krón­ur í vinn­ing. 

Miðarnir voru keyptir í Olís Norðlingaholti, Baulunni Borgarnesi og tveir á lotto.is.

mbl.is