Svefntruflanir arfgengar

Nægur svefn er er mikilvægur heilsu allra manna.
Nægur svefn er er mikilvægur heilsu allra manna. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ný rannsókn, sem tveir íslenskir læknar eiga hlut að, bendir til þess að svefnleysi og svefntruflanir séu arfgeng vandamál í meiri mæli en að þau stafi af lífsvenjum eða umhverfisáhrifum.

Um þriðjungur allra fullorðinna glímir við svefnleysi einhvern tíma á ævinni og hjá um 10-15% verður svefnleysið langvinnt. Greint er frá rannsókninni í tímaritinu Sleep Medicine, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu  í dag.

Þetta þýðir að þeir sem eiga erfitt með að festa svefn og vakna oft á nóttunni eru líklegri en aðrir til að eiga foreldra sem glímt hafa við sömu erfiðleika. Fram kemur að svefnleysi og aðrar svefntruflanir eru algengt vandamál í öllum löndum. Rannsóknir sýna að um þriðjungur fullorðinna glímir við svefnleysi einhvern tímann á ævinni. Hjá um 10-15% verður svefnleysið langvinnt. Fyrri rannsóknir hafa tengt svefntruflanir kynferði, aldri, lífsvenjum og umhverfisþáttum. Hefur m.a. verið bent á tengsl við offitu, reykingar o.fl. En nú voru í fyrsta sinn rannsakaðar svefntruflanir tveggja kynslóða, þ.e. foreldra og barna þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert