Yfirtaka verslun á Hólmavík

Hólmavík. Kaupfélagshúsið við Höfðatún þar sem verslunin er.
Hólmavík. Kaupfélagshúsið við Höfðatún þar sem verslunin er. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkaup hf. hafa yfirtekið verslunarrekstur Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík (KSH). Búðin sem félagið hefur starfrækt verður opnuð í dag undir merkjum Samkaupa, sem yfirtekur samninga við starfsfólk.

Hornsteinar fasteignafélag, sem að stórum hluta er í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar, hefur eignast fasteignir sem áður voru í eigu KSH og leigir húsnæði áfram til Samkaupa, ÁTVR og kaupfélagsins sem áfram rekur pakkhús með rekstrarvörum fyrir landbúnað og útgerð.

„Erfið fjárhagsstaða ógnaði rekstrinum og í húfi voru störf heimamanna og sú hætta sem var á að á Hólmavík yrði ekki lengur rekin matvöruverslun, segir í frétt sem birt var á vef Strandabyggðar í gær. Þar segir að sveitarfélagið hafi lagt talsvert af mörkum til að tryggja áfram verslunarrekstur með aðkomu sinni að fasteignafélaginu sem nú eigi kaupfélagshúsið svonefnda að Höfðatúni 4. Þurfti sveitarfélagið vegna þess raunar að losa um aðrar eignir og var það gert í samvinnu við Sparisjóð Strandamanna.

Í fréttinni á vef Strandbyggðar segir að ekki sé sjálfgefið að sveitarfélag taki á sig svona skuldbindingar sem þessar eða stígi inn í rekstur fyrirtækja. Sveitarstjórn hafi hins vegar talið að mikið væri í húfi fyrir samfélagið á Ströndum og það réttlæti aðgerðir. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »