400 Íslendingar skráð sig vegna veirunnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarna, á blaðamannafundi …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarna, á blaðamannafundi í gær vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa um fjögur hundruð Íslendingar erlendis skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar á tæpum sólarhring.

Þetta segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið, og bætir við að viðtökurnar hafi komið ráðuneytinu í opna skjöldu. 

Skráningar hafa borist frá öllum heimshornum en flestar frá Tenerife og segir Sveinn að það ætti ekki að koma neinum á óvart. Á meðal annarra landa sem skráningar hafa borist frá eru Danmörk, Taíland og Rúanda.

Upp­lýs­ing­ar í grunninum verða aðeins notaðar í ör­ygg­is­skyni og til að ut­an­rík­is­ráðuneytið eða ís­lenskt sendi­ráð geti náð sam­bandi við viðkom­andi ef þörf kref­ur. Gagna­grunn­ur­inn telst eign ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og verða upp­lýs­ing­ar úr grunn­in­um ekki veitt­ar til þriðja aðila nema ör­yggi þeirra sem skráðir eru í gagna­grunn­inn krefj­ist þess.

Fólk á ferðinni í Sjanghæ með andlitsgrímur.
Fólk á ferðinni í Sjanghæ með andlitsgrímur. AFP
mbl.is