Annar blaðamannafundur haldinn í dag

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarna, fóru yfir …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarna, fóru yfir stöðuna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og hún blasti við í gær. Í dag situr fundinn með Þórólfi Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag. Fundurinn er haldinn í húsakynnum almannavarnadeildar að Skógarhlíð 14 og hefst klukkan 15:30. 

Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri, kynnir niðurstöðu verkefnahóps ríkislögreglustjóra sem kannað hefur hvort og þá hvernig megi stemma stigu við komu ferðamanna frá áhættusvæðum á fundinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir þróun mála með tilliti til útbreiðslu COVID-19-veirunnar og aðgerða stjórnvalda.

Tilefni fundarins er fyrst og fremst að stuðla að öflugri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings. Hægt verður að senda út frá fundinum, ásamt því að beina spurningum til Margrétar og Þórólfs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert