Appelsínugul viðvörun og víðtækar samgöngutruflanir

Viðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins í kvöld.
Viðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Gef­in hef­ur verið út app­el­sínu­gul viðvör­un fyr­ir Suðurland vegna austanstorms og stórhríðar. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18:00 og varir til miðnættis. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Austurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu.

Spár gera ráð fyrir austanstormi eða -roki, 23 til 28 m/s, á Suðurlandi og að vindhviður fari í allt að 40 m/s.

Fyrst austan til á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur.

Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is