Beint: Fundur almannavarna um kórónuveiruna

Þetta er annar upplýsingafundurinn á tveimur dögum sem haldinn er …
Þetta er annar upplýsingafundurinn á tveimur dögum sem haldinn er vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir halda í dag upplýsingafund vegna stöðunnar á kórónuveirunni. Þetta er annar upplýsingafundurinn á jafn mörgum dögum sem haldinn er.

Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri, mun kynna niðurstöðu verkefnahóps ríkislögreglustjóra sem kannað hefur hvort og þá hvernig megi stemma stigu við komu ferðamanna frá áhættusvæðum. Þá mun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir þróun mála með tilliti til útbreiðslu COVID-19-veirunnar og aðgerða stjórnvalda.

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Næsti fundur á morgun

Vænta má að næsti fundur Almannavarnar verði kl. 14:00 á morgun.

Tekst misvel að útfæra forgangsröðun barna

Almannavarnir vita ekki til þess að heilbrigðisstarfsfólk hafi ekki getað mætt til vinnu vegna takmarkaðs skólahalds og dagvistunar barna þeirra.
Meira »

„Gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða“

Veitingamenn hafa sent frá sér áskorun þar sem þess er krafist að frumvarp dómsmálaráðherra sem heimlar netverslun með áfengi fái flýtimeðferð á Alþingi og verði samþykkt með tilliti til þeirra aðstæðna sem ríki í samfélaginu. „Sala léttvíns og bjórs samhliða veitingasölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða um þessar mundir,“ segja þeir.
Meira »

Samtal vegna forrits „mjög þétt“ frá upphafi

Persónuvernd hefur átt mjög gott samtal við embætti landlæknis og sóttvarnarlækni vegna nýs smitrakningarforrits sem er í undirbúningi hérlendis vegna kórónuveirunnar. Eins og komið hefur fram mun þurfa sérstakt samþykki notenda fyrir forritinu. Ef ekki hefði þurft að koma til sérstök löggjöf þess efnis.
Meira »

Fundu óvæntan lager með sex þúsund pinnum

Um sex þúsund sýnatökupinnar fundust óvænt á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í morgun. „Þetta er mjög mikill léttir, skiljanlega, og kemur okkur ansi langt,“ segir Karl G. Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, í samtali við mbl.is.
Meira »

Umfjöllun lokið

mbl.is þakkar fyrir samfylgdina, fundinum hefur lokið.

Stórborgin orðin að draugaborg

Fyrst var það Wuhan. Svo bættist hver borgin við af annarri eftir að kórónuveiran hóf að breiðast út um heim allan. Stórborgin New York, sem iðar af mannlífi á venjulegum degi, hefur nú breyst í draugaborg.
Meira »

Þrír í öndunarvél

Þrír eru í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna kórónuveirusýkingar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, í samtali við mbl.is.
Meira »

Aukið gagnamagn og tvöföld farsímanotkun

Augljóst er að samkomubann og vera í sóttkví hefur breytt lífsmynstri margra síðustu daga. Margir vinna að heiman og aðrir sækja í ýmiss konar afþreyingu.
Meira »

Í kappi við lokun landamæra á leiðinni heim

Guðbjörg Lára Másdóttir er nú kapphlaupi við tímann á leið heim til Íslands frá Kosta Ríka. Ljóst er að landamæri fjölda ríkja munu lokast á næstu dögum og vikum á meðan kórónuveiru heimsfaraldurinn geisar. Þegar blaðamaður náði í Guðbjörgu var hún stödd á flugvellinum í New York í Bandaríkjunum.
Meira »

Röng myndbirting sökum álags á vefþjóna

Fréttastofa Rúv greinir frá því að vegna álags á vefþjóna hafi borið á því að röng mynd hafi birst með færslum af vef Rúv á Facebook. Vandinn liggi í tæknilegum samskiptum Facebook og ruv.is sem valdi því að Facebook hengi rangar myndir með færslum sem er dreift á samfélagsmiðlum. Í morgun gerðist það að mynd af sóttvarnalækni birtist með frétt af játningu fjöldamorðingja í Nýja-Sjálandi.
Meira »

Hughreystandi merki á Ítalíu

Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir það hughreystandi merki að það virðist hafa hægt á útbreiðslu kórónuveirunnar á Ítalíu og dánartölur þar fari lækkandi dag frá degi. Það sé þó of snemmt að segja til um hvort það versta væri yfirstaðið.
Meira »

Mögulegt að veiran hafi borist hingað fyrr

Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að segja til um það hvort kórónuveirusmit hafi borist hingað til lands mun fyrr en talið hefur verið líkt og virðist hafa gerst í Bretlandi. Hann segir mögulegt að svo hafi verið.
Meira »

„Lítur betur út núna en það gerði í gær“

„Við erum komin með hluta af niðurstöðunum, ekki allar sem við þurfum, en þær sem eru komnar eru jákvæðar þannig að vonir standa til að það verði mögulegt að nota pinnana,“ segir Karl G. Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, í samtali við mbl.is.
Meira »

Vaktaskipti á gjörgæslunni á tveggja tíma fresti

Á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Seoul Suður-Kóreu eru vaktaskipti á tveggja tíma fresti. Ástæðan er einföld, en búnaðurinn sem læknar og hjúkrunarfræðingar klæðast á meðan það annast sjúklingana er svo íþyngjandi að ómögulegt er að klæðast honum lengur en tvo tíma í senn.
Meira »
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert