Deilt um þróunarreit við Elliðaár

Deiliskipulagið á þróunarreitnum Stekkjarbakka (Þ73) felur í sér uppbyggingu á …
Deiliskipulagið á þróunarreitnum Stekkjarbakka (Þ73) felur í sér uppbyggingu á 43 þúsund fermetra svæði í Elliðaárdal. Þar stendur m.a. til að reisa 4.500 fermetra gróðurhvelfingu. mbl.is

Undirskriftasöfnun fyrir íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka við Elliðaárdal í Reykjavík hefur staðið yfir í mánuð og lýkur henni á morgun, 28. febrúar.

Hið nýja deiliskipulag hefur valdið miklum deilum, bæði meðal almennings og í borgarstjórn. Fréttinni fylgir graf sem sýnir þær breytingar sem gerðar hafa verið, svo fólk geti áttað sig betur á málinu.

Þann 19. desember síðastliðinn barst Reykjavíkurborg erindi stjórnar Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins um fyrirhugaða undirskriftasöfnun í Reykjavík en í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að ætlunin sé að „knýja fram íbúakosningu um deiliskipulagið fyrir Stekkjarbakka, sem borgarstjórn samþykkti 19. nóvember sl. og auglýst var í Stjórnartíðindum 25. nóvember sl.“

Deiliskipulagið á þróunarreitnum Stekkjarbakka (Þ73) felur í sér uppbyggingu á 43 þúsund fermetra svæði í Elliðaárdal. Þar stendur m.a. til að reisa 4.500 fermetra gróðurhvelfingu. Hollvinasamtökin segja að uppbyggingin muni hafa í för með sér umhverfismengun vegna nálægðar við uppeldisstöðvar laxaseiða í Elliðaárdalnum, auk ljósmengunar. Búið sé að skera umræddan reit af Elliðaárdalnum og gerð krafa um að hann muni áfram tilheyra dalnum. Í fyrra deiliskipulagi frá 1994 er reiturinn skilgreindur útivistarsvæði.

Borgarráð samþykkti 16. janúar sl. erindi Hollvinasamtakaanna um undirskriftasöfnun. Sá fyrirvari var gerður að undirskriftasöfnunin og íbúakosningin fjalli ekki um lögformlegt gildi deiliskipulagsins fyrir Stekkjarbakka Þ73 þar sem slíkt stæðist ekki lög.

„Deiliskipulag verður ekki fellt úr gildi með íbúakosningu. Deiliskipulagið hefur þegar öðlast lögformlegt gildi og verður aðeins breytt með endurskoðun á því í samræmi við málsmeðferðarferla í skipulagslögum og að viðlagðri bótaábyrgð Reykjavíkurborgar. Atkvæðagreiðsla gæti hins vegar snúist um það að Reykjavíkurborg myndi hefja endurskoðun á deiliskipulagi,“ segir í umsögn skrifstofu borgarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »