Hviður allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum

Bílar á ferðinni á Suðurlandi að vetri til.
Bílar á ferðinni á Suðurlandi að vetri til. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Bakkar með þurrum snjó verða áfram suðvestanlands í dag, en hvessir með skafrenningi síðar í dag.

Frá kl. 15 verða hviður 35-40 metrar á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og 16-19 metrar á sekúndu austur yfir Hellisheiði og Þrengsli frá miðjum degi.

Þetta kemur fram í ábendingum til vegfarenda frá veðurfræðingi.

Skafbylur verður á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá kl. 20 í kvöld.

Éljagangur er á höfuðborgarsvæðinu núna og því hálka á stofnbrautum. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert