Hviður nálgast 40 m/s undir Eyjafjöllum

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík í …
Þjóðvegi 1 hefur verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík í Mýrdal, þar sem þessi mynd var tekin fyrr í mánuðinum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað undir Eyjafjöllum, frá Seljalandsfossi í vestri að Vík í austri, vegna veðurofsa sem nú gengur inn á landið sunnanvert.

Vindhraði hefur farið vaxandi undanfarnar klukkustundir og hafa vindhviður við suðurströndina á þeim kafla sem lokað hefur verið farið hátt í 40 metra á sekúndu.

Þá fór meðalvindhraði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum upp í 33 m/s á síðustu klukkustund.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi í kvöld og þar er ekkert ferðaveður, enda austanstórhríð og skafrenningur. Gular viðvaranir eru í gildi höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert