Skráningar í gagnagrunn tæplega tvöfaldast frá í gær

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson verkefnastjóri á upplýsingafundi um …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson verkefnastjóri á upplýsingafundi um kórónuveiruna í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega fjögur hundruð Íslendingar erlendis hafa bæst við í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar síðan í gær og er heildarfjöldi þeirra nú kominn í 769. Þetta segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, við mbl.is.

Í morgun var greint frá því að skráningar í gær væru orðnar um 400, en Sveinn segir að þeim hafi fjölgað mikið síðan þá. Samtals er um að ræða 351 skráningu, en fleiri en einn geta verið á bak við hverja skráningu, til dæmis fjölskyldur.

Sveinn segir að aukninguna megi líklegast rekja til mikillar fjölmiðlaumfjöllunar bæði um veiruna sem og gagnagrunninn í gær.

Segir hann að gagnagrunnurinn sé hugsaður þannig að hægt sé að koma upplýsingum til Íslendinga erlendis þegar meiri háttar vendingar verði á þeim stöðum sem fólkið er statt á. Þá sé einnig gott fyrir borgaraþjónustuna að hafa upplýsingar um hvar Íslendingar séu staddir þegar komi að kórónuveirusýkingum.

mbl.is

Kórónuveiran

4. apríl 2020 kl. 13:14
1417
hafa
smitast
396
hafa
náð sér
45
liggja á
spítala
4
eru
látnir