Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð

Ljósmynd/Lögreglan á Vestfjörðum

Rétt eftir hádegi féll snjóflóð úr Kirkjubólshlíð, gegnt Ísafjarðarbæ, og náði það yfir veginn, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Flóðið lokaði veginum um stund en búið er að hreinsa snjóinn burt og opna veginn aftur.

Fram kemur að óhætt er að hafa veginn opinn áfram en vegfarendur eru beðnir um að aka með gát.

Móttökusvæðinu við Funa, gámaþjónustu Vestfjarða, við Kirkjubólsland, hefur verið lokað af öryggisástæðum.

mbl.is