Styður Lýðskólann á Flateyri um 70 milljónir

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðakólans á Flateyri, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- …
Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðakólans á Flateyri, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, undirrituðu samning í gær þess efnis að íslenska ríkið styrki Lýðskólann um sjötíu milljónir króna.

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að reglugerð um lýðskóla sé enn í mótun og því hafi verið gengið frá tímabundnum samningi við Lýðaskólann á Flateyri um stuðning ríkisins við starfsemi hans næstu þrjár annir.

„Menntun er lykillinn að framtíðinni. Ljóst er að nemendur hér við lýðskólann eru hamingjusamir, þeir segja að umhyggja og hlýja einkenni Flateyri og því líði þeim vel,“ er meðal annars haft eftir Lilju Alfreðsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert