Sýni á Ísafirði reyndist neikvætt

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Ljósmynd/Bæjarins besta

Tvö sýni hafa verið tekin úr einstaklingum vegna gruns um kórónuveirusmit á Ísafirði í dag. Bæði hafa þau reynst neikvæð, og er sá einstaklingur sem var í einangrun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í dag því kominn úr einangrun og í sóttkví á heimili sínu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í kvöld, en alls eru sex manns á Ísafirði nú í sóttkví og um tuttugu manns á landinu öllu, samkvæmt orðum sóttvarnalæknis á blaðamannafundi í dag.


Sóttkví er varúðarráðstöfun fyrir einkennalausa einstaklinga sem hafa verið á ferðalögum á skilgreindum áhættusvæðum. Gripið er til einangrunar sem varúðarráðstöfunar ef einhver einkenni eru fyrir hendi sem mögulega geta verið smit af völdum kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert