Útboðsskilmálar ólögmætir

Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð og á sér merka …
Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð og á sér merka sögu. Borgarneskirkja stendur hátt og setur mikinn svip á gamla bæinn. Ofarlega til hægri sést til Borgarfjarðarbrúarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kærunefnd útboðsmála telur að Borgarbyggð hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup með því að gera kröfu í útboðsskilmálum vegna kaupa á tryggingum fyrir sveitarfélagið að bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð.

Kærunefndin leggur fyrir Borgarbyggð að fella niður umrædda skilmála. Það hefur byggðarráð samþykkt að gera og framlengt tilboðsfrest til 3. mars, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Málið á rætur í þeirri ákvörðun VÍS fyrir rúmu ári að breyta þjónustu á landsbyggðinni með því að loka útibúum á átta stöðum, þar á meðal á Akranesi og í Borgarnesi. Eftir það er ekkert útibú á Vesturlandi. Leiddi það til mótmæla sveitarfélaga víða um land, meðal annars Borgarbyggðar. Byggðarráð hvatti á sínum tíma fyrirtæki til að sýna samstöðu um að standa vörð um störf í sinni heimabyggð og úti á landsbyggðinni og tók undir áskorun um að endurskoða viðskipti við VÍS.

Samningi við VÍS var sagt upp og efnt til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Í útboðsskilmálum var gert að skilyrði að bjóðandi „starfræki starfsstöð í Borgarbyggð með starfsmanni í a.m.k. 16 tíma á viku“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert