57 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi

Elsti sjóðurinn, Reynislegat, er frá árinu 1662. Hann stofnaði Brynjólfur …
Elsti sjóðurinn, Reynislegat, er frá árinu 1662. Hann stofnaði Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup. mbl.is/Jim Smart

Þótt skil á ársreikningum sjálfseignastofnana og sjóða hafi batnað hafa stjórnvöldum aðeins borist reikningar fyrir árið 2018 frá 500 af liðlega 700 virkum stofnunum sem falla undir þessa skilgreiningu.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur jafnframt fram að 57 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningum.

Sá sem ber ábyrgð á sjóði eða stofnun með staðfesta skipulagsskrá skal skila ársreikningi fyrir árið á undan fyrir 30. júní ásamt skýrslu um hvernig fé sjóðsins hefur verið varið. Ríkisendurskoðun og Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hafa eftirlit með sjóðunum og senda út ítrekanir. Í lögunum eru ákvæði um að ef ekki er staðið í skilum með reikninga og skýrslu eða reikningsskilin reynast ófullkomin getur sýslumaður falið lögreglu að rannsaka fjárreiður sjóðsins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent Alþingi og dómsmálaráðuneyti á nauðsyn þess að lögfesta betri úrræði til að taka á síðbúnum skilum og vanrækslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert