Bilaður bíll veldur umferðarþunga

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu virðast vera betur undirbúnir í dag en …
Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu virðast vera betur undirbúnir í dag en í gær. mbl.is/Eggert

Mjög þung umferð er út frá Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg. Ástæðan er sú að bilaður bíll er á aðrein á Bústaðavegi út frá Kringlumýrarbraut sem veldur miklum umferðarþunga núna á níunda tímanum. Þung umferð er því út í Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð, að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar. Unnið er að því að fjarlægja bílinn. 

„Að öðru leyti gengur umferðin ágætlega. Það er vetur á Íslandi og hefur bætt í snjóinn í nótt. Það er meiri snjór í íbúagötum en á stofnbrautum,“ segir Árni. Hann bendir ökumönnum á að taka mið af þeim aðstæðum að íbúagötur séu ekki eins vel mokaðar og hálkuvarðar og  stofnbrautirnar.

„Þetta er betri dagur í dag en í gær. Fólk er sennilega betur undirbúið,“ segir Árni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert