Hvernig á að forðast smit?

Karlmaður á fimmtugsaldri er í einangrnum á Landspítala.
Karlmaður á fimmtugsaldri er í einangrnum á Landspítala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur birt mikilvægar upplýsingar um hvernig forðast eigi smit við kórónuveirunni COVID-19 og hvað eigi að gera ef grunur vakni um smit.

Fyrsta til­felli kór­ónu­veirunn­ar greind­ist hér á landi fyrr í dag, en ís­lensk­ur karl­maður á fimm­tugs­aldri er nú í ein­angr­un á Land­spít­ala eft­ir að sýni úr hon­um reynd­ist já­kvætt.

Bent er á að fólk eigi að gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn.

Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða. Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni.

Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna.

Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.

Nánari upplýsingar má finna á vef landlæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert