Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Austurlandi

Strandartindur í Seyðisfirði.
Strandartindur í Seyðisfirði. Ljósmynd/Ómar Bogason

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austurlandi. Töluverður snjór er á svæðinu og mikilli úrkomu spáð til hádegis á morgun.

Búast má við að snjóflóðahætta geti skapast í þessu veðri en ekki er talin hætta í byggð eins og er. Lögreglan á Austurlandi segir að óvissan snúist helst um helst um snjósöfnun í Strandartind í Seyðisfirði og að svæði utan við varnargarð í Neskaupstað.

„Ekki hefur verið lýst yfir hættustigi eða rýmingu en til þess gæti komið ef úrkoma heldur áfram,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist með aðstæðum í samráði við almannavarnir og lögregla og Landsbjörg fylgjast einnig með.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert