Um 200 manns fagna afmæli á hlaupársdegi

Hlaupársbörn munu vonandi fagna ærlega á morgun enda fá þau …
Hlaupársbörn munu vonandi fagna ærlega á morgun enda fá þau almennt færri afmælisdaga en aðrir jarðarbúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega tvöhundruð manns sem búsett eru hér á landi eiga afmæli á morgun, 29. febrúar, en þá er hlaupársdagur. 217 einstaklingar munu því fagna fæðingardegi sínum á morgun en væri það varla í frásögur færandi nema vegna þess að þeir fá að fagna afmælisdegi sínum mun sjaldnar en aðrir.

„Þessi mánaðardagur er sem kunnugt er sérstakur fyrir þær sakir að hann kemur allajafna aðeins fyrir á fjögurra ára fresti. Þannig var síðast hlaupár árið 2016 og þar áður 2012“, segir í Facebook færslu Hagstofunnar. 

Flesta daga ársins eiga um 1.000 manns afmæli eða á bilinu 900-1000. Eðli málsins samkvæmt eru hlaupársafmælisbörnin talsvert færri. Í færslu Hagstofunnar má sjá hvernig afmælisdagar skiptast á milli daga í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert