Verulegar tafir á akstursþjónustu fatlaðs fólks

Verulegar tafir verða á aksturþjónustunni í dag.
Verulegar tafir verða á aksturþjónustunni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verulegar tafir verða á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna ófærðar.

Að sögn Erlends Pálssonar, sviðsstjóra akstursþjónustu Strætó, eru 80 bílar til umráða en megnið af þeim kemst ekki á áfangastað, eins og staðan er núna, vegna ófærðarinnar.

Verst er ástandið í úthverfunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert