Vinnustaður mannsins og fjölskylda í sóttkví

Maðurinn dvelur nú í sóttkví á smitsjúkdómadeild Landspítalans.
Maðurinn dvelur nú í sóttkví á smitsjúkdómadeild Landspítalans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinnustaður íslenska mannsins sem greindist með kórónuveiruna í dag var settur í sóttkví í dag og fjölskylda mannsins sömuleiðis.

RÚV greindi fyrst frá þessu en Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá landlækni, staðfesti fréttirnar í samtali við mbl.is.

Ákvörðun um þetta var tekin síðdegis í dag. Guðrún gat ekki gefið upp hversu margir hefðu verið settir í sóttkví vegna tengsla sinna við manninn, en það ætti eftir að koma í ljós.

Rakning smitsins gengur vel að sögn Guðrúnar en um er að ræða eina umfangsmestu rakningu smits sem ráðist hefur verið í hérlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert