Vöndum samtalið, sýnum ábyrgð og stöndum saman

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra ásamt Ölmu D. Möller landlækni …
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra ásamt Ölmu D. Möller landlækni á fundinum í dag. mbl.is/Arnþór

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra lagði áherslu á það í lok blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar í dag að það væri mikilvægt að þjóðin vandaði samtal sitt um veiruna.

Sagðist hann hafa orðið var við það að í fjölmiðlum væru sýndar myndir af veirunni „illa útlítandi,“ sem jafnvel vektu hræðslu hjá börnum.

„Það er mjög mikilvægt að við öll saman sem þjóð stöndum saman í þessu og tölum skynsamlega, sinnum þeim leiðbeiningum sem er beint til okkar og tökum ábyrgð öll á okkar eigin gerðum og okkar fjölskyldu og vinnum að því saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni,“ sagði Víðir.

Blaðamannafundinum lauk um kl. 16:35 en með því að fylgja hlekknum hér að neðan má lesa um allt það helsta sem þar kom fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert